mánudagur, 14. febrúar 2011

Ástarsaga

Fyrir liðlega tveimur árum byrjaði ég að stalkera tók ég fyrst eftir stúlku einni í ræktinni. Eftir þá töfrastund fór ég alltaf í ræktina á sama tíma og hún var hún alltaf í ræktinni á sama tíma og ég (og sennilega oftar). Fegurð hennar var slík að ég hef aldrei þorað að tala við hana, ekki einu sinni ofurölvi. Og hún hefur ekki fundið þörf til að tala við mig þar sem ég er fyrir neðan hennar virðingu.

Nýlega urðu þáttaskil í sambandi okkar, þegar hún fór að mæta í ræktina með karlmanni. Ég hef auðvitað engan rétt á því að andmæla þessu framhjáhaldi hennar, þar sem ég hef aldrei sagt orð við hana (amk ekki upphátt). Ég þarf því að bíta í það súra epli að horfast í augu við kaldan raunveruleikann; þessu ástarsambandi er lokið.

Fleira hef ég svosem ekki að segja um þetta. Ég vildi bara að ég hefði vitað að hún væri helvítis hóra fyrir tveimur árum. Þá hefði ég eytt orku minni í eitthvað annað. Eins og í að lesa bækur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.