sunnudagur, 4. október 2009

Eftir horror bíóferðina í Álfabakka á þriðjudaginn síðasta finn ég mig knúinn til að skrifa gagnrýni um öll bíóin, til að greiða úr andlegum flækjum sem fylgdu í kjölfar ferðarinnar.

Álfabakki
Aðstaða: Sex salir, þar af tveir stórir og einn VIP salur. Sætin eru þröng og óþægileg. Bakið er stíft og lítið fótapláss. VIP salurinn er góður. Salernisaðstaðan hlægilega lítil.
Bílastæði: Stórt og mikið bílastæði sem er alltaf troðfullt af bílum.
Afgreiðsla: Stór afgreiðsla fyrir miðasölu. Nammisalan er jafnvel enn stærri. Ætti að ganga hratt fyrir sig en er ein hægasta afgreiðsla norðurlanda. Ekki séns að kaupa í sjoppunni á innan við 10 mínútum.
Gestir: Gríðarlegur fjöldi unglinga og barna með athyglisbrest sem sækir þetta bíó. Hlýtur að vera grunnskóli og/eða menntaskóli nálægt. Getur skemmt bestu bíómyndir í heimi.
Annað/Umsögn: Stórt og flott bíó sem hefur alla burði til að vera mjög gott. En er það bara ekki. Svo langt í frá.
Einkunn: 4 af 10.

Háskólabíó
Aðstaða: Fjórir salir held ég. Sætin frekar óþægileg en gott fótapláss. Alltof hljóðbærir salir sem skemmir talsvert fyrir.
Bílastæði: Góð bílastæði.
Afgreiðsla: Mjög fljót afgreiðsla. Sennilega af því það er aldrei neinn í þessu bíói. Sem er gott.
Gestir: Fáir. Aðallega háskólanemar og eldri borgarar.
Annað/Umsögn: Ég man ekki eftir öðru en góðum bíóferðum í Háskólabíó. Fínt bíó ef þú vilt vera í fámenni og fá hraða og góða þjónustu.
Einkunn: 6 af 10.

Kringlubíó
Aðstaða: Þrír salir. Svipuð sæti og í Álfabakka. Þröng og óþægileg.
Bílastæði: Líklega þau bestu.
Afgreiðsla: Góð þjónusta og mjög hröð sjoppa einhverra hluta vegna.
Gestir: Allskonar. Aldrei of margir í bíó.
Annað/Umsögn: Meðalgott bíó með hraða og góða þjónustu.
Einkunn: 6,5 af 10.

Laugarásbíó
Aðstaða: Þrír salir. Góð sæti fínt fótapláss.
Bílastæði: Staðsetning bíósins býður upp á frekar slöpp bílastæði. En þau sleppa.
Afgreiðsla: Nokkuð hröð miðaþjónusta. Sjoppan er of lítil, sérstaklega þar sem bíóið er yfirleitt yfirfullt.
Gestir: Yfirleitt yfirfullt af allskonar fólki. Yfir meðaltali af nördum.
Annað/Umsögn: Væri líklega í harðri samkeppni við besta bíóið ef það væri ekki alltaf svona fjölmennt þar. Svo gott bíó að það verður verra vegna vinsælda.
Einkunn: 6,5 af 10.

Regnboginn
Aðstaða: Þrír salir. Þar af einn agnarsmár. Sætin eru ágæt. Vantar eitthvað upp á í loftræstingu. Tvisvar hef ég næstum kastað upp vegna reykingalyktar sem barst inn í salinn.
Bílastæði: Hræðileg. Staðsetning Regnbogans er mjög vond (Hverfisgata) þar sem engin bílastæði eru að finna.
Afgreiðsla: Fín þjónusta.
Gestir: Yfirleitt fámennt. Þar sem það kostar minna í þetta bíó er mikið um sparsamt fólk. Eldra fólk og unglingar. Einnig miðbæjarrottur.
Annað/Umsögn: Þægilegt bíó ef maður vill sjá mynd sem er komin úr sýningu í öðrum bíóum. En staðsetningin skemmir fyrir.
Einkunn: 5,5 af 10.

Smárabíó
Aðstaða: Fimm salir, hver öðrum betri. Einn VIP salur. Sætin til fyrirmyndar. Fótapláss nánast endalaust. Salernisaðstæðan svo góð að ég hlakka til að fara að pissa.
Bílastæði: Góð stæði.
Afgreiðsla: Góð þjónusta yfirleitt. Hef þó upplifað vöntun á fólki í sjoppuna.
Gestir: Yfirleitt mjög fjölmennt en það fer framhjá mér yfirleitt, þar sem bíóið er stórt og rúmgott.
Annað/Umsögn: Langbesta bíó höfuðborgarsvæðisins. Það eina sem vantar upp á er myndavalið.
Einkunn: 10 af 10.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.