þriðjudagur, 7. desember 2010

Tímaferðalag

Í morgun skoðaði ég úrslit leiks Utah Jazz gegn Memphis Grizzlies í NBA deildinni í körfubolta. Jazz vann og það gladdi mig, þar sem ég held með því liði. En annað gladdi mig mun meira:

Þetta er svokallað Game Flow línurit úr leiknum, sem sýnir þróun stigaskors í leiknum.

Ef vel er að gáð má sjá að bæði lið ferðuðust aftur í tímann í leiknum og svo strax aftur fram í tímann! Þegar tvær og hálf mínúta er eftir af öðrum leikhluta skjótast liðin aftur um rúmar fjórar mínútur og aftur til baka. Til hvers veit ég ekki. Kannski til að koma í veg fyrir stórslys. Ómögulegt að segja til um.

Þetta er með því áhugaverðasta sem getur gerst. Tímaferðalög eru ekki bara möguleg, heldur í gangi! Og það í NBA deildinni! Þetta gjörbreytir öllu.

Það ótrúlegasta er að enginn virðist hafa tekið eftir þessu, hvað þá vakið athygli á þessu. Þetta þarf að stúdera og kryfja.

Ég má ekki vera að því að skrifa þessa færslu. Ég þarf að skrifa helstu vísindamönnum heimsins. Gott ef ég skrifa ekki grein í eitthvað vísindablað líka.

Stórkostlegt!

3 ummæli:

  1. hahaha...

    Þetta er helvíti gott...

    Ætli Jazz hafi hlaupið Flex kerfið aftur á bak á meðan þeir ferðuðust í gegnum tímann?

    Varð Jerry Sloan yngri?

    Ætli þeir hafi ekki getað ferðast aftur í tímann þegar Boozer var í liðinu?

    Skipti Kirilenko um hárgreiðslu?

    Svo margar spurningar...

    SvaraEyða
  2. Á reddit með þetta! Snilld! :)

    SvaraEyða
  3. Kjarri: Og það sem mikilvægast er; breyttist Gordon Hayward í sæði við þetta tímaferðalag?

    Björgvin: Takk, en nei takk hehe. Reddit myndi rífa þetta í tætlur.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.