Í gærkvöldi fannst mér ég vera feitur og stirður, svo ég ákvað að fara í ræktina að hjóla.
Eins og alltaf þegar ég tek stórbrotnar ákvarðanir, var ég að sofna þegar ég tók þessa ákvörðun. Og þar sem ég var að sofna þá gúffaði ég í mig súkkulaðirúsínum, banana og hafragraut klukkutíma áður en ég lagði í hann, fyrir skyndiorku.
Í ræktinni hjólaði ég svo öskrandi í 55 mínútum og sá að ég brenndi um 650 kalóríum. „Bravó“ hugsaði ég sigri hrósandi, „þér hefur tekist það aftur, snillingurinn þinn. Ég elska þig“.
Þegar ég vaknaði í morgun var ég minna stirður en áður en hinsvegar mun feitari og talsvert ógeðslegri. Svo ég fór í Excel og spurði hana af hverju:
Ég hafði, að sögn Excel, borðað vel yfir þúsund kalóríur af orku fyrir ferðina en aðeins brennt um 650, sem gera rúmlega 400 kalóríur í umframorku. Vel gert.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.