Í frosti og viðbjóði síðustu daga hefur mér tekist að búa til nýtt orðatiltæki.
Í stuttu útgáfu orðatiltækis míns er talað um að einhver sé eins og „Peugeot í hálku“ þegar viðkomandi stendur illa í lappirnar. Við fyrstu sýn virðist orðatiltækið vera nákvæmlega eins og „belja á svelli“ en munurinn er sá að „beljan“ getur átt við um hvern sem er, á meðan „Peugeot“ getur aðeins átt við um einhvern eða eitthvað sem þú hatar af öllu afli.
Lengri útgáfan af þessu orðatiltæki er „Að vera eins og Peugeot á sumardekkjum í hálku af því ég hef ekki efni á vetrardekkjum eftir að hafa gert við hann fyrir sjötíu þúsund krónur í síðasta mánuði, andskotinn hafi það“.
Ykkur er velkomið að nota það allt að tvisvar á dag, án stefgjalds.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.