Ég get ekki orða bundist yfir nýjasta æðinu á Facebook. Þangað hafa fyrirtæki troðið sér inn og þar sem auðvelt er að blokka fyrirtæki sem spamma mikið, hafa þau tekið upp á því að fá fólk til að spamma fyrir sig.
Hvernig fara fyrirtækin að þessu? Með því að bjóða nánast ekkert fyrir. Hér er dæmi:
Happdrætti Háskóla Íslands segir að þeir sem gerist aðdáendur og deili auglýsingu frá þeim til allra vina sinna, fari í pott sem dregið verður úr. Þeir tíu sem dregnir verði út fari í annan pott, sem dregið verður úr um jólin og möguleiki er á að vinna 75 milljónir króna.
Þannig að ef þú spammar vini þína og ert fullkomlega óþolandi, áttu möguleika á að eiga möguleika á að vinna 75 milljónir.
Ég hefði haldið að fólk seldi sig (eða geðheilsu vina sinna) ekki svona ódýrt. En jú, þegar þetta er ritað hafa yfir 3.000 manns sent þessa auglýsingu á vini sína.
Það eru semsagt 0,29% líkur á að þú verðir dreginn út og komist í annan pott, þar sem líkurnar eru enn minni á að vinna 75 milljónir, ef þú bara spammar vini þína.
Ótrúlegt.
Ég hef frestað því um óákveðinn tíma að versla við þau fyrirtæki sem þetta stunda og hef ákveðið að líta þá vini mína á Facebook sem taka þátt, hornauga.
Svo má auðvitað ekki gleyma því að það er engin leið fyrir fyrirtækin að komast að því hvort litlu verkfærin þeirra hafi í raun sent auglýsinguna út á alla vini sína. En fólk hugsar auðvitað ekkert út í það.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.