Það gleður mig að tilkynna að ég hef bætt við slembihnappi hér að ofan (við hliðina á "Hafa samband" hnappinum).
Þegar smellt er á slembihnappinn hleðst færsla af handahófi sem skrifuð hefur verið á þessari síðu frá október 2002 til þess dags sem á hann er smellt.
Mér finnst rétt að vara fólk við færslum sem gætu birst, því þó ég hljómi oft hrokafullur, öfgafullur og óskrifandi dags daglega, þá er það lítið miðað við hvernig ég var fyrir nokkrum árum.
Smellið því varlega og takið skrifunum með fyrirvara. Ég hef uppfært nánast allar skoðanir mínar sem koma fram á þessari síðu á árinu 2007 og lengra aftur í tímann.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.