föstudagur, 19. nóvember 2010

Hlaupaleiðir

Það er orðið býsna vinsælt að láta GSM símann skrá niður hlaupaleiðir sínar og birta fyrir alla að sjá á internetinu. Þá er leiðin sýnd á loftmynd og allir gapa í forundran yfir tækninni í dag, sérstaklega ég.

Ég get ekki verið minni maður en þessir tæknivæddu aðilar. Reyndar get ég það, og er það líklega, en ég vil ekki vera það. Ég á reyndar ekki GSM síma sem rekur leiðir mínar, né peninga til að kaupa þannig síma, svo ég þurfti að grípa til nýstárlegri aðferða.

Hér er mín hlaupaleið frá því í gær:


Leyndarmálið er að notast við hlaupabretti í World Class til að einfalda leiðina og handteikna hana svo inn á kort, andskotinn hafi það.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.