laugardagur, 13. nóvember 2010

Ég dansa eins og mér líður



Þetta lag heyrði ég á leið í vinnuna í vikunni og áður en það kláraðist var ég farinn að syngja grátandi með. Lagið heitir "Dance the way I feel" eða "Dansa eins og mér líður", sem er einmitt mitt lífsmottó. Þar sem mér líður aldrei þá dansa ég aldrei.

En lagið er ótrúlega grípandi og skemmtilegt. Það er þó ekki allt.

20. ágúst síðastliðinn spilaði þessi hljómsveit, Ou Est Le Swimming Pool, á tónleikum í Belgíu. Í lok einhvers lagsins stökk söngvari sveitarinnar, Charles Haddon, fram af sviðinu í þeirri von að áhorfendur myndu grípa hann. Þeir viku sér undan og hann lenti á ungri stelpu, sem slasaðist, að því er talið var í fyrstu, alvarlega.

Tónleikunum var frestað og Haddon augljóslega í rusli yfir meiðslum stelpunnar, að sögn viðstaddra. Nokkrum tímum síðar klifraði hann upp í 20 metra fjarskiptamastur fyrir aftan sviðið og lét sig gossa. Hann var 22ja ára. Pínu súrt.

Stelpan náði svo fullum bata.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.