sunnudagur, 14. nóvember 2010

Sparnaðareyðsla

Fyrir rúmum þremur vikum hætti ég að drekka gos í tilraunaskyni. Það gekk nokkuð vel en eftir 16 daga féll ég, þegar ég sá reikninginn fyrir viðgerðum á bílnum mínum upp á 77 þúsund krónur. Ég þurfti að drekkja peningaáhyggjum mínum í gosi.

Þegar ég svo tók saman sparnaðinn sem hlaust af því að drekka ekkert gos í þessa 16 daga, fékk ég út að ég hafði sparað rúmar 77 þúsund krónur og var, þannig séð, á grænni grein.

Ég átti meira að segja 450 krónur afgangs, fyrir einni lítilli dós af Kóki í 10-11.

2 ummæli:

  1. Ég er einmitt líka hættur að drekka gos í tilraunaskyni - nú drekk ég það bara í öðrum tilgangi.,.

    SvaraEyða
  2. Hehehe Ég er aftur byrjaður að drekka það... í tilraunaskyni, auðvitað.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.