föstudagur, 12. nóvember 2010

Fréttir af mér

Fólk spyr mig oft hvað sé að frétta. Til að spara tíma, þá opinbera ég hér með að nýlega birtist grein um mig í þekktu dagblaði hérlendis, sem svarar þessari algengu spurningu.

Ég ætlaði að þegja yfir þessari óvæntu heimsfrægð minni, en finn mig knúinn til að birta hana, svo ég fái frið frá þessari spurningu, þó ekki verði nema bara yfir helgina: hér er greinin.

Nokkrar leiðréttingar á greininni:

1. Ég er ekki athafnamaður.
2. Svo virðist sem blaðamaður hafi stafsett "Gunnarsson" vitlaust.
3. Ég er ekki fyrrverandi viðskiptaráðherra.
4. Ég er ekki fyrrverandi seðlabankastjóri.
5. Ég sagði aldrei neitt af þessu.
6. Myndin sem fylgir greininni er góð, en ekki af mér.

Að öðru leyti er ég mjög sáttur við hana.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.