mánudagur, 25. október 2010

Ný þekking

Í fyrradag áttaði ég mig á því að bíllinn minn hefur bilað á allan mögulegan hátt, en samt hefur aldrei sprungið á honum.

Í morgun lærði ég að í bílnum eru tvö varadekk en enginn tjakkur, þegar ég sá að það var sprungið á bílnum.

Í dag lærði ég að franskir bílar eru mjög sérstakir þegar kemur að dekkjafestingum. Svo sérstakir að ég brjálaðist ekki við að skipta um dekk, heldur ákvað að birgja reiðina inni fyrir einhvern góðan dag.

Í kvöld lærði ég hvernig dekkjafestingaskítur/olía bragðast þegar ég rak putta í hurð og svo upp í mig, þegar ég hugðist þvo mér um hendurnar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.