Síðasta vika var viðburðamikil hjá mér. Ég vann frá morgni til kvölds alla dagana vegna gríðarlegs magns verkefna á milli þess sem ég skrapp í rækt og fór seint að sofa. En á milli gerði ég stórkostlegar uppgötvanir.
Hér eru þrjár þeirra:
1. Fegursta andlit sem ég hef augum litið
Andlitsfallið...
Ég rakst á þessa ungu dömu á vafri um Reddit. Meira veit ég ekki um hana, né heldur vil ég vita um hana. En andlitið er sem greipt í huga minn. Allar aukaupplýsingar geta bara skemmt fyrir.
2. Rosalegt hár
Mig vantar orð
Þessi kappi heitir Jim Jarmusch og hann er leikstjóri. Hann kom hingað til lands um daginn og þá sá ég þessa hárgreiðslu. Hún er fullkomin. Nú get ég ekki beðið eftir að verða gráhærður og greiða hárið á mér svona. Svalasta hárgreiðsla í heimi.
3. Dansvænt lag
Ef eitthvað lag gæti fengið mig til að dansa án þess að vera ofurölvi eða snargeðveikur, þá væri það þetta lag. Þetta er einfalt remix af lagi The Knife, Silent shout þar sem allur söngur er klipptur út svo lagið flæði betur. Og það flæðir betur. Stórkostlegt lag.
Í næstu viku stefni ég á að umgangast fólk. Það verður spennandi að sjá hvernig það endar.
Nei ekki vera í kringum fólk. Það endar bara í vitleysu og hrakfarabloggfærslum.
SvaraEyðaSamþykkt!
SvaraEyða