fimmtudagur, 28. október 2010

Hégómastrok

Í morgun vaknaði ég við hugsunina "hvernig get ég orðið meira sjálfhverfur og grunnhygginn og um leið strokið hégómagirnd minni?"

Eftir talsverða leit á netinu fann ég þessa síðu og setti inn skýrustu myndina af mér sem ég á. Niðurstaðan er vægast sagt einkennileg, en ánægjuleg:

Takk internet!
Samkvæmt síðunni á andlitið á mér við talsverð vandamál að stríða, þar á meðal of stóran munn miðað við nef og of langt andlit. Ég reyni að vinna í því.

En niðurstaðan er samt góð, svo ég hef prentað þessa niðurstöðu út, plastað og hyggst sýna þeim kvenmönnum sem afþakka góð en óhugnarleg boð mín hér eftir (sem hingað til). Ekki lýgur internetið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.