föstudagur, 29. október 2010

Ódýrt markaðsplott

Kannist þið við eitthvað?
Ég rak upp stór augu síðasta fimmtudagsmorgunn þegar nýtt blað (sjá mynd) barst mér. Þetta er nýja atvinnu- og fasteignaauglýsingablað Morgunblaðsins sem ber það ófrumlega heiti Finnur.is.

Fyrir dygga lesendur er rétt að taka fram að blaðið er ekki á mínum vegum. Eins og alþjóð veit geng ég m.a. undir nafninu Finnur.tk, en ekki Finnur.is, og ég er ekki farinn í atvinnu- og fasteignaauglýsingabransann!.

Alltaf sorglegt þegar stóru blöð landsins reyna að afla vinsælda með því að nefna viku- eða dagblöð svipuðum nöfnum og mínu.

1 ummæli:

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.