sunnudagur, 17. október 2010

Excel skjal fyrir Iceland Express deildina

Svona líður mér innanbrjósts.
Nýlega byrjaði Iceland Express deild karla í körfubolta á ný. Mér fannst því við hæfi að gera Excel skjal þar sem einungis þarf að slá inn úrslit leikja til að sjá töflu yfir unna og tapaða leiki ásamt heildar- og meðalstigafjölda í leik. Ennfremur má finna í skjalinu töflu yfir aðeins leikna heima- og útileiki.

Það er betra að taka fram að skjalið er unnið í Excel 2003. Því er möguleiki á að litirnir séu ekki tilvaldir.

Skjalið fyrir tímabilið 2010-2011 í Iceland Express deild karla í körfubolta er að finna hér.

Bónus:
UMFÁ, mitt gamla körfuboltafélag, hóf leik á ný í 2. deildinni. Ég útbjó því skjal fyrir 2. deildina líka.

Skjalið fyrir tímabilið 2010-2011 í 2.deild karla í körfubolta er að finna hér.

Ég minni á Excelsíðuna, hafi fólk áhuga á einhverjum sérstökum skjölum. Einnig má hafa samband við mig í netfanginu finnurtg@gmail.com með fyrirspurnir eða beiðnir. Ekkert skjal er of lítið eða stórt.

2 ummæli:

  1. Er hægt að fá þennan bol í bumbusniði? Vantar boli og orðin mjög despó eins og þú heyrir eða lest já

    SvaraEyða
  2. Merkilegt nokk þá fást þessir bolir bara í bumbusniði.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.