mánudagur, 18. október 2010

Mistök

Í gærkvöldi tók ég eftir að poki af kleinuhringjum sem ég keypti nýlega var alveg að renna út, svo ég borðaði þá alla í einu, rétt fyrir svefn.

Ég held ég hafi aldrei gert jafn stór mistök á ævi minni. Og ekki í fyrsta skipti. Ég lá andvaka hálfa nóttina í kjölfarið.

Ég bið því lesendur síðunnar um að vinsamlegast berja mig í andlitið með skóflu, sjái þeir mig versla eða borða kleinuhringi einhverntíman í framtíðinni. Öðruvísi læri ég ekki. Takk.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.