föstudagur, 10. september 2010

Misskilningar

Í dag er föstudagur. Oft hef ég haft tónlistarfærslur á föstudögum en ekki lengur. Ég skil óvinsældir þess fyrr en skellur í tönnum.

Þess í stað er hér færsla um ýmsa misskilninga mína síðastliðinn sólarhring.

1. Bruður
Ég hef alltaf keypt mér bruðlur. Þangað til hlegið var að mér í verslun. Nú kaupi ég bruður, niðurbrotinn.

2. Dans
Ég hef öskrað með þessu grípandi lagi þegar ég hef heyrt það í bílnum síðustu vikur:



Ég hef kallað "I love dance" og "I love chance" í viðlaginu, þrátt fyrir að fyrirlíta bæði dans og áhættu.

Ég var því ánægður þegar ég las textann og sá að sagt er "alors on danse" og "alors on chante" sem þýðir "þess vegna dönsum/syngjum við" eða "svo við dönsum/syngjum".

Kannski ekki mikill misskilningur, en ég náði allavega að troða lagi í þessa færslu án þess að neinn tæki eftir.

3. Jack White
Ég hef líka öskrað með eftirfarandi lagi, haldandi að það sé samið og flutt af snillingnum Jack White:



Þegar ég svo fann þetta lag á netinu sá ég mér til hryllings að lagið er með einhverri hljómsveit sem heitir Band of Sculls, af öllum nöfnum, og hefur ekkert með Jack White að gera.

Nú syng ég bara stundarhátt með laginu, á milli þess sem ég andvarpa.

2 ummæli:

  1. Tvö frábær lög og ég var líka alveg pottþéttur á því að þarna væri Jack White að þenja raddböndin

    SvaraEyða
  2. Sammála. Það er ekki oft sem kommentað er á tónlistarfærslur. Þetta gæti mögulega verið fyrsta skiptið. Magnað!

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.