föstudagur, 10. september 2010

Leiðbeiningar fyrir Google Reader

Ein er sú nýjung sem mér finnst ekki vera að ná nógu miklum vinsældum hérlendis. Það er notkun á RSS fæði síðna. Hér eru því örstuttar leiðbeiningar:

RSS sparar tíma sem annars fer í netflakk, með því að halda öllum/flestum síðum sem þú lest saman á einni síðu, svokölluðum RSS lesara.

1. Fáðu þér Google Reader hér. Hann er ókeypis og þægilegur.
2. Opnaðu Google Reader (sama url og að ofan) og bættu við þeim urlum á síður sem þú fylgist með. Sjá mynd:

Smellið á mynd fyrir stærra eintak í nýjum glugga. Látið vita ef rauða örin er ekki nógu stór.

3. Ef þið notið ekki Google Chrome vafrann, náið í hann hér. Magnaður vafri.
4. Valkvæmt: Fáið ykkur svo í Google Reader Checker hér. Hann fylgist með Google Reader og lætur vita þegar eitthvað nýtt gerist. Sjá mynd:

Smellið á mynd fyrir minna eintak í nýjum glugga.
5. Bætið http://finnurtg.blogspot.com við í readerinn ykkar eða smellið hér!

2 ummæli:

  1. Er þetta e-ð klám?

    SvaraEyða
  2. [andvarp]... nei. Þú last ekki færsluna, er það nokkuð?

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.