miðvikudagur, 11. ágúst 2010

Rafmagnsleysi síma

Í dag lærði ég að skíthæll hannaði GSM símann minn.

Ég fattaði í morgun að ég hafði gleymt að hlaða símann um nóttina svo hann var rafmagnslítill. Ég tók hann samt með mér í vinnuna í þeirri von að rafhlaðan myndi endast út vinnudaginn ef ég sparaði hann eins og ég gæti.

Þegar ekkert rafmagnsstrik var svo eftir heyrði ég skrítið hljóð í símanum og ljós kviknaði á honum með skilaboðunum "Viðvörun! Lítið eftir á rafhlöðu".

Ég hugsaði hve fallegt þetta hafði verið af símanum, að láta mig vita. Tveimur mínútum síðar gerðist þetta aftur. Og aftur eftir aðrar tvær mínútur. Síminn eyðir þannig því litla sem eftir er af rafhlöðunni í að láta mig vita að rafhlaðan sé að verða tóm.

Ég hugsaði með mér að auðvelt væri að komast hjá þessu og tók hljóðið af símanum.

Tveimur mínútum síðar skalf hann allur og nötraði og ljós kviknuðu með sömu skilaboðum. Síminn sættir sig semsagt ekki við að vera hljóðlaus heldur kveikir hann á víbrara, sem eyðir líklega talsvert meira rafmagni en hljóðið gerir, svo ég viti örugglega af rafmagnsleysinu.

Ég var því neyddur til að horfa upp á símann minn deyja smámsaman í vinnunni í dag. Hvers á ég að gjalda.

2 ummæli:

  1. Til þess að spara batterí, þá er best að slökkva á 3G, Bluetooth og Wlan ef þú ert með svoleiðis.

    SvaraEyða
  2. Ég hef aldrei kveikt á neinu slíku, ef það er í símanum þeas.

    En takk fyrir ábendinguna. Þetta endaði allt vel, þrátt fyrir sorg mína og tár.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.