þriðjudagur, 10. ágúst 2010

Pepsi deildin í Excel skjali

Nú í Excel formi.
Þegar ég var yngri lék ég mér tímunum saman daglega við að halda uppi gervi fótboltadeild með spili sem ég bjó til. Ég setti upp leikskrá ársins og lét öll liðin spila hvort við annað með spilinu. Eftir tímabilið lét ég svo tvö lið falla og tvö ný komast upp.

Eftir hverja umferð gerði ég töflu yfir stöðuna og skoðaði vel stigastöðuna, markatöluna og þróunina. Fátt fannst mér skemmtilegra. Í þetta eyddi ég að minnsta kosti klukkutíma daglega öll sumur og eitthvað yfir veturinn.

Ef svo vill til að einhver stundi þetta í dag eða eitthvað svipað, hef ég útbúið Excel skjal sem hjálpar. Í skjalinu þarf aðeins að skrá úrslit leikja og taflan uppfærist jafn óðum.

[Hér er Excel 2007 útgáfan]
[Hér er Excel 2003 útgáfan]

Þetta er semsagt tímabilið 2010 í Pepsi deildinni.

Þessu skjali hefur verið bætt við á þjónustusíðuna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.