Eins og flestir vita þá lýkur Hinsegin Dögum á miðnætti í kvöld, en þeir hafa verið í gangi frá því á miðvikudaginn. Á Hinsegin Dögum er samkynhneigð tekin fyrir og henni fagnað, réttilega.
Allskonar skemmtiatriði fóru fram á þessari hátíð og náði hún hámarki í gær með skrúðgöngu í miðbæ Reykjavíkur og orgíu niðri í bæ um kvöldið og nóttina, eins og næstum öll önnur laugardagskvöld ársins.
Það vita það færri að strax á morgun hefst önnur, ekki minni hátíð; svokallaðir "Svona Dagar". Sú hátíð stendur yfir til 4. ágúst 2011 og felur ekki í sér neina sérstaka dagskrá. Bara daglegt líf og grámyglu.
Allavega, gleðilega Svona Daga!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.