sunnudagur, 22. ágúst 2010

Minnispunktur

Í gærkvöldi skrifaði ég stikkorð í minnisstílabókina sem ég hef alltaf nálægt, yfir eitthvað sem ég ætlaði að gera í dag, sunnudag.

Í morgun dag þegar ég vaknaði var ég búinn að gleyma að ég þurfti að gera eitthvað en sá stikkorðið í stílabókinni, sem ég hafði lagt þannig að ég myndi sjá þegar ég fór á fætur.

Hér er stikkorðið:
Amersleg?
Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað á að standa þarna og þar með ekki hvað ég átti að gera í dag. Ég vona að það snúist ekki um líf og dauða.

Viðbót: Ég var að fatta hvað á að standa. "Awards". Excelskjal sem ég ætlaði að búa til í dag.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.