fimmtudagur, 19. ágúst 2010

Listi yfir fimm hryllilegustu atvik lífs míns

Í gærkvöldi upplifði ég eitthvað sem kemst auðveldlega á topp 5 lista yfir hryllilegustu atvik lífs míns. Hér eru þau:

5. Hrossaflug flaug í áttina að mér
Í gærkvöldi valhoppaði ég inn í herbergi, aðeins til þess að snúa við og hlaupa út öskrandi eftir að hafa séð eina stærstu hrossaflugu landsins fljúga í átt að mér með hnefann á lofti. [Sjá mynd eða neðan]

4. Raka sig án raksápu
Ég rakaði mig einu sinni án raksápu og var nokkrum mínútum frá því að blæða út.

3. Ástarsorg
Tilhugalífið í heild sinni finnst mér hryllingur. Þess vegna reyni ég að forðast það, með grunsamlega góðum árangri.

2. Kvef
Í hvert sinn sem ég kvefast verð ég fyrir svo miklum vonbrigum að ég leggst í þunglyndi.

1. Fæðing
Ég hef auðvitað aldrei upplifað fæðingu, en mér var einu sinni sagt frá einni slíkri. Það var skelfileg upplifun.

Skýringamynd fyrir atriði #5. Hrossafluga stendur á herbergishurðinni minni með morðglampa í augunum.
Glöggir lesendur gætu haldið að flugan hafi verið með átta lappir. Það er rangt. Hún er með sex lappir og tvær hendur.

4 ummæli:

  1. Hva..... ertu búinn að gleyma því þegar þú fæddist? Það hlýtur að hafa verið hroðalegt.

    SvaraEyða
  2. Ég er sem betur fer nýbúinn að gleyma því, minnir mig.

    SvaraEyða
  3. Ertu búinn að skipta um gluggatjöld í herberginu?

    SvaraEyða
  4. Nei, þvoði þau óvart með bláum g-str...eh... sokki.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.