mánudagur, 12. júlí 2010

Vöntunarlisti

Hér er listi yfir það sem mig vantar í líf mitt svo það verði fullkomið:

Reiðhjól
Fjalla- eða götuhjól. Helst ekki BMX hjól.

Ryksugu
Ég á reyndar eina ryksugu sem stenst ekki kröfur mínar. Eina krafan er að hún virki.

Bækurnar 'Stúlkan sem lék sér að eldinum' og 'Loftkastalinn sem hrundi'
Er að klára 'Karlmenn sem hata konur' og líkar vel, ef ekki betur.

Gjallarhorn
Svo að fólk sem gefur ekki stefnuljós í hringtorgum heyri betur í mér þegar ég öskra á það. Það væri synd ef allt þetta hatur færi til spillis.

Reimar
Það virðist vera erfiðara að verða sér úti um reimar í körfuboltaskó í Reykjavík en dverghórur. Ekki að ég viti neitt um það.

Peninga
Til að borga fyrir það sem mig vantar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.