mánudagur, 12. júlí 2010

Excelskjal: Leitarvél

Hér er fyrsta dæmið um Excel skjal sem ég hef unnið [niðurhalið hér 6 mb]. Ástæðan fyrir því að það er svona stórt er að það er vistað í Excel 2003 sniði. Þið afsakið litasamsetninguna, hún er öðruvísi í Excel 2007.

Þetta skjal gerði ég fyrir IJBL gervi NBA deild og það virkar sem leitarvél fyrir alla leikmenn deildarinnar. Þið þurfið ekki að skilja hvað tölurnar tákna.

Nokkur atriði varðandi skjalið:
  • Hægt er að velja stöðu leikmanna í C2 í drop-down-menu.
  • Hægt er að velja sérstakt lið í D2 í drop-down-menu.
  • Aldur er valinn í E2. Leitað er að jafnaldra eða yngri. Dæmi: 25 skilar 25 ára og yngri. Sama gildir um sellur AG2-AL2.
  • Sellur G2-AC2 leita að jafnt og eða meira. Dæmi: drb 50 skilar 50 í drb eða meira.
  • Hægt er að leita að einum eða fleiri atriðum. Ef ekkert er slegið birtist listi yfir alla leikmenn.
  • Uppröðunin á leikmönnunum er eftir styrkleika eftir fyrirfram ákveðinni formúlu.
  • Leitarvélin sækir gögn í Grunnskjal sem er falið og auðvelt er að uppfæra með keyrsluskjali úr deildinni.
  • Skjalið er læst svo ekki sé hægt að eyða út mikilvægum sellum. Aðeins er hægt að slá inn leitarstrengi í rétta reiti.
Þetta tók mig allt í allt um tvo tíma að gera, með uppfærslum og lagfæringum.

[Þessi færsla er skráð til að bæta við þjónustuhluta síðunnar]

2 ummæli:

  1. Nice.
    Af hverju má ekki velja allar sellur? Þetta gerir stuld óþarflega erfiðan.,.

    SvaraEyða
  2. hehehe ég sendi þér skjalið ólæst undir eins!

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.