laugardagur, 3. júlí 2010

Takk

Ég fór í 10-11 í nótt, eins og oft áður. Þar átti sér stað þakklátasta samtal allra tíma:

Ég: Góða kvöldið.
A[fgreiðslumaður]: Góða kvöldið.
[Afgreiðslumaður skannar vörur inn]
A: Eitthvað fleira?
Ég: Nei, takk.
A: Poka?
Ég: Já, takk.
A: Það verða 666 krónur.
[Ég rétti kort]
A: Takk.
[Ég kvitta og rétti honum snepil]
A: Takk. Kvittun?
Ég: Nei, takk.
A: Takk fyrir.
[Ég raða í poka og tek hann]
Ég: Takk fyrir mig.
A: Takk sömuleiðis. Eigðu gott kvöld.
Ég: Takk!

Þessi atburðarás tók um 30 sekúndur. Á þeim tíma þökkuðum við níu sinnum fyrir okkur. Það gera 1.080 tökk á klukkutíma, sem er líklega heimsmet í þakklæti.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.