fimmtudagur, 1. júlí 2010

Hvar hafa bloggfærslur lífs míns lit sínum glatað?

Þegar þetta er ritað hef ég skrifað 3.849 færslur þá 2.828 daga sem ég hef verið með þessa síðu. Það gera 1,36 færslur á dag. Það endurspeglar þó ekki núverandi virkni.

Hér er graf yfir hveru margar færslur ég hef skrifað á mánuði, ásamt 12 mánaða hreyfðu meðaltali:
Smella má á þetta graf fyrir útprentanlegt eintak í nýjum glugga.
Helstu atburðir:
September 2003: Flutti til Reykjavíkur til að stunda nám.
Júlí 2005: Eignaðist kærustu. Færslurnar fóru í kjölfarið fram af bjargi.
Maí 2006: Útskrifaðist úr háskólanum. Allt á uppleið.
Júní 2007: Hætti með kærustu. Hafði gríðarlega góð áhrif á bloggið.
Janúar 2008: Blogg fer úr tísku. Fólk fer að stunda Facebook meira.
Mars 2010: Breytti útlitinu á blogginu. Virðist ekki hafa haft nein áhrif á virkni mína.

Síðan í ágúst 2007 hefur færslum fækkað jafnt og þétt. Nú er svo komið að ég næ varla 20 færslum á mánuði, sem er frekar dapurt.

Hér eru færslur á mánuði hvert ár:
2006 var versta bloggárið, fyrir utan 2009 og 2010, auðvitað.
Þarna sést best að ég er ekki að standa mig nógu vel. Þetta ár er það versta hingað til hvað færslufjölda varðar.

Hér er svo meðalfærslufjöldi á mánuði:
Er að spá í að fá mér þetta graf sem húðflúr yfir bakið á mér.
Tímabilið apríl-júní eru áberandi verstu bloggmánuðirnir. Mögulega vegna veður.
Júlí er með virkari mánuðum. Alveg örugglega vegna þess að þá á ég afmæli. Það gefur fátt mér meiri ánægju en að tala um sjálfan mig og afmælið mitt.
Janúar er líka mjög virkur mánuður. Þá ætla ég mér alltaf að taka mig á í skrifum. Það endist ekki lengi, þar sem febrúar eru mjög slakur.

Niðurstaða: Bloggið er að deyja. Aðsóknin hefur minnkað og það sem verra er; færslum fækkar jafnt og þétt. Hér þarf byltingu! Þegar nánast allir bloggarar sem ég þekki eru hættir eða í "pásu" finnst mér rétt að einhver haldi áfram.

Ég þarf bara að hysja upp um mig buxurnar og skrifa oftar. Jafnvel bæta við myndabloggi og sameina þessu. Sjáum til hvað gerist.

4 ummæli:

  1. Kannski þarftu að auglýsa bloggið meira? Þú ferð ekkert að hætta, það er ekki í boði!

    SvaraEyða
  2. Neee mér finnst bara að fleiri mættu blogga. Eða að einhver myndi finna upp á nýrri gerði af bloggi, sem gerir öllum auðveldara að byrja aftur.

    SvaraEyða
  3. Þó langt sé um liðið síðan þú ritaðir þessar hugleiðingar á skjáinn finnst mér ég vera knúinn til að tjá mig aðeins um niðurstöðurnar.

    Þú lítur algjörlega fram hjá því að þú varst á hátindi ferilsins þessi þrjú ár sem þú varst í Háskólanum og hefur aldrei komist upp á það stig síðan þá. Kærastan var bara tilviljun en ef þú vilt sannreyna það þá veistu hvað þú þarft að gera, annars verðurðu bara að taka mig trúanlegan.

    Ergo drífðu þig í nám!

    SvaraEyða
  4. Þetta er alveg hárrétt hjá þér. Ég er að gæla við tilhugsunina um tölvunarfræðinám. Bara til að boosta bloggskrifin.

    Sé til hvað ég geri. Takk fyrir hvatninguna.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.