þriðjudagur, 29. júní 2010

Seinni tíma áhrif Marsmottunnar

Í mars síðastliðnum var haldin yfirvaraskeggssöfnun, þar sem allir karlmenn landsins voru hvattir til að raka ekki á sér efri vörina allan mánuðinn. Þannig átti að vekja athygli á krabbameini karlmanna eða einhverju.

Mjög sniðugt. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ennþá er ég að græða á þessu átaki.

Áður en þessi landssöfnun hófst fannst mér mjög fyndið að vera með yfirvaraskegg. Ég notaði hvert tækifæri til að raka á mig yfirvaraskegg og spranga stoltur um íbúðina. Nú, þegar allir hafa gert þetta, þar á meðal ég í heilan mánuð, finnst mér þetta ekki jafn fyndið.

Frá og með aprílbyrjun hef ég sleppt því að raka á mig yfirvaraskegg og ganga hnarrreistur um íbúðina í hvert sinn sem ég raka mig. Yfirvaraskeggsgangan um íbúðina tók yfirleitt um fimm mínútur. Mjög gefandi fimm mínútur.

Þar sem ég raka mig einu sinni í viku er auðvelt að reikna út að í aprílbyrjun á næsta ári verð ég búinn að spara mér 260 mínútur í yfirvaraskeggsstærilæti eða rúman fjóran og hálfan tíma.

Þeim tíma ætla ég að ávaxta með því að leggja á eftirlaunareikning.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.