miðvikudagur, 14. júlí 2010

π

Tölustafamynd getur aðeins þýtt eitt: spennandi bloggfærsla.
Pí er ummál hrings deilt með þvermáli hans og hefur endalausa aukastafi. Aukastafirnir virðast vera algjörlega handahófskenndir.

Ég prófaði samt að taka fyrstu 1.120 aukastafina, setja upp í línurit og taka 100 tölustafa hreyft meðaltal:

Ef ekki væri fyrir Excel hefði ég tekið nokkrar vikur í að teikna þetta.
Að því loknu taldi ég hvaða tölustafir koma oftast fyrir í aukastöfunum:

Virðist vera smá speglun við fimm, ef núll er undanskilið.
Niðurstaða: Engin. Ég sé ekkert merkilegt í þessari agnarsmáu rannsókn og lærði ekkert annað en að aukastafirnir virðast áfram algjörlega handahófskenndir í uppröðun.

 Ég náði þó að svala Excel blætinu mínu og er afslappaðri fyrir vikið.

2 ummæli:

  1. Ef maður horfir á efra línuritið úr fjarlægð koma í ljós dulin skilaboð.. "Woww"

    SvaraEyða
  2. Ó. Mér fannst standa "MAMMA" úr fjarlægð. Var að spá í að tattooa þetta yfir bakið á mér.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.