Einhverntíman í síðustu viku bakkaði einhver á Peugeotinn minn og ók í burtu án þess að láta mig vita. Þessa ályktun dreg ég þar sem annað afturljósið er brotið.
Þegar ég sá þetta lagðist ég á hnéin, hallaði mér upp að bílnum og hvíslaði hægt og yfirvegað "Gott á þig, helvítið þitt". Mér dettur ekki til hugar að láta laga hann.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.