þriðjudagur, 6. október 2009

Ég var að endurvirkja aðgang minn að tónlist.is en hafði gleymt lykilorðinu, svo ég lét senda mér nýtt, handahófskennt lykilorð í gegnum sms.

Ég fékk lykilorðið Smjörstöppusúpa.

Ekki aðeins get ég þá farið inn á tónlist.is aðganginn minn (þar sem ég átti óvænt inneign), heldur er ég kominn með frábæra hugmynd fyrir hádegismatinn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.