miðvikudagur, 30. september 2009

Í kvöld fór ég í bíó. Hér er eitthvað af því sem átti sér stað í bíóferðinni:

* Það var fullkomlega troðið í bíóinu. Allsstaðar.

* Hver sem er fór á hvaða mynd sem er. Á myndina sem ég var á voru heilu hóparnir af börnum. Illa gefnum og óuppöldum börnum.

* Stúlka ein í sætinu fyrir aftan mig tók upp á því snjallræði að berja hálfs lítra Pepsiflöskunni sinni ítrekað aftan í sætið mitt, þar til ég snéri mér við og bað hana um að hætta því. Hún virtist ekki átta sig á því hvað hún hafði gert rangt.

* Drengur á ská við mig hóf að tala í símann og hætti því ekki fyrr en honum var gefið illt auga.

* Hópur fyrir aftan mig talaði allan tímann hvort við annað. Einum í hópnum var heitt. Það sagði hann á ca fimm mínútna fresti.

* Amk þrír einstaklingar fyrir framan mig voru að senda sms annað slagið alla myndina og fóru ekki leynt með það.

* Ca 30% af áhorfendum myndarinnar mættu of seint úr hléi.

* Ég fann hjartsláttinn í mér ca 90% af myndinni.

Myndin var Funny people með Adam Sandler og Seth Rogen í aðalhlutverkum. Ég man ekki um hvað hún var þar sem það var erfitt að fylgjast með skjálfandi úr reiði.

Lærdómur ferðarinnar:

Aldrei aftur...
1. Í bíó í Sambíóin Álfabakka. Ég man ekki eftir góðri bíóferð þangað.
2. Í þriðjudagsbíó þegar 50% afsláttur er af bíómiðum.
3. Gleyma að taka kuta með í bíó.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.