Þegar þetta er ritað eru akkúrat 6 dagar síðan ég fékk flensuna, sem ég er enn að kljást við.
Þetta kvöld var ég að spila snooker við Eika frænda minn, að ég hélt.
Á meðfylgjandi mynd, upp á sekúndu, fékk ég einmitt flensuna. Mér fannst þetta undarleg tilviljun nokkrum dögum síðar og ákvað að hringja í Eika frænda og spyrja hann nánar út í þetta.
Eiki kannaðist ekkert við að hafa spilað við mig snooker þetta kvöld. Getur verið að ég hafi náð mynd af flensunni, sem líkist frænda mínum ótrúlega mikið?
Og getur verið að hún hafi rústað mér ítrekað í snooker? Óhugnarlegt.
0 athugasemdir:
Ný ummæli eru ekki leyfð.