Mér hefur tekist að hitta ekki á dyr við að reyna að labba í gegnum þær. Mér hefur líka tekist að stunga puttanum í augað á mér við að reyna að klóra mér á hökunni. Hvorutveggja í dag.
En ekkert fær mig til að hata sjálfan mig jafn mikið og að misnota sniðskot á 10 cm færi í vinnunni í dag, sitjandi yfir ruslafötunni, eins og sjá má á myndinni sem fylgir færslunni.
Ég hef samt nóg af afsökunum:
1. Ég er veikur.
2. Ég hef ekki spilað körfubolta í 2 vikur.
3. Ég var alblóðugur í framan.
4. Ég var taugaspenntur.
5. Ég var að borða.
6. Ég vildi í raun ekki henda blaðinu.
Innst inni veit ég þó að ég er bara lélegur í að henda í rusl.
0 athugasemdir:
Ný ummæli eru ekki leyfð.