Í kvöld prófaði ég, í örvæntingu minni við að reyna að drepast ekki úr leiðindum (eða veikindum), að horfa á Britains next top model (ísl.: Næsta Hagkaupsfyrirsæta Breta). Það gekk ágætlega framan af en svo fóru vafasamar hugsanir að spretta í hausnum á mér. Þó aðallega þessar línur:
What sick ridiculous puppets we are
and what gross little stage we dance on
What fun we have dancing and fucking
Not a care in the world
Not knowing that we are nothing
We are not what was intended
Ef enskukunnátta mín bregst mér ekki þá yfirfærist þetta ca svona yfir á íslensku:
Lífið er lag
Sem við syngjum saman tvö
dag eftir dag
Þú og ég
göngum saman gleðinnar veg
um ókomin ár
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.