Þá er sumarfríinu mínu lokið en það hófst á föstudaginn á hádegi, sælla minninga en ég mætti til vinnu klukkan 8:03 í morgun. Mér finnst ég úthvíldur og endurnærður enda ekki á hverjum degi sem ég fæ tveggja og hálfs dags frí.
Annars er það að frétta að ég gerði eitthvað um helgina sem ég bjóst ekki við að ég myndi nokkurntíman gera um ævina. Ég eyddi um hálfum bensíntanki í að rúnta um Egilsstaði, ef ekki með Gylfa þá með Helga bróðir sem var hérna yfir helgina. Hingað til hefur mér fundist rúntur vera óþarfa peningaeyðsla og mengun. Það lítur út fyrir að ég sé að þroskast í öfuga átt. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta endar alltsaman.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.