mánudagur, 21. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Áður en ég fór að lyfta lóðum í gær eins og versti hellisbúi ákvað ég að vigta mig og athuga hvort ég hafði ekki þyngst eitthvað síðustu þrjá til fjóra daga þar sem ég hef sleppt því að lyfta og hreyfa mig fyrir utan nokkrar sundferðir. Mér til mikillar undrunar hafði ég lést um 3 kíló hvorki meira né minna. Ég var ekki lengi að finna orsökina því alla helgina (laugardag og sunnudag) hafði ég aðeins borðað 1 pylsu hvorn dag með appelsíni auk þess sem ég borðaði hálfan popppoka á laugardagskvöld. Ég dreif lyftingarnar af og hraðaði mér á pizza 67 þar sem ég fékk mér hamborgara með frönskum, sem ég reyndar náði ekki að klára.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.