Enn eina ferðina hef ég staðið Fréttablaðið að því að hunsa mig í blaðaviðtölum. Þvílík hneysa, sérstaklega þar sem ég vinn fyrir blaðið.
Í þetta skiptið er það krakkahluti síðasta helgarblaðsins sem lætur sem ég sé ekki til, "krakkakynning" nánar tiltekið, þar sem tekið er viðtal við einhverja 9 ára stelpu frekar en mig. Ég læt ekki vaða yfir mig og svara því spurningalistanum hér, eins og svo oft áður.
Nafn og aldur:
Finnur, 34ra ára.
Í hvaða skóla ertu?
Ég er ekki í skóla.
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Ljóninu.
Áttu happatölu?
Nei.
Helstu áhugamál/hvað gerirðu í frístundum þínum?
Körfubolti, svefn, bíóferðir, tölfræði, Excel, að svara spurningalistum sem ég finn í blöðum og smá meiri svefn.
Eftirlætissjónvarpsþáttur:
Dexter eða Breaking Bad.
Besti matur:
Fiskur og kjúklingur.
Eftirlætisdrykkur:
Vodki þynntur með rommi.
Hvaða námsgrein er í uppáhaldi?
Stærðfræði var í uppáhaldi.
Uppáhaldslitur:
Sægrænn.
Áttu gæludýr - ef svo er, hvernig dýr og hvað heitir það?
Nei.
Skemmtilegasti dagurinn og af hverju:
Föstudagur af því þá er óhóflegur svefn helgarinnar framundan.
Eftirlætistónlistarmaður/hljómsveit:
Ef ég verð að velja einn: Daft Punk.
Hvað gerðirðu síðasta sumar?
Drap flæking. Og vann.
Skemmtilegasta bók sem þú hefur lesið:
Teljast biómyndir til bóka? Ef svo er, Memento. Ef ekki...Fight club? Ég veit það ekki.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór?
Ég ætla að verða geimfari.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.