Í dag passaði ég Valeríu Dögg, 2,5 ára gamla bróðurdóttir mína. Þar átti m.a. eftirfarandi samtal sér stað:
Valería: Finnur...
Ég: Já?
Valería: Þú ert stelpan mín.
Ég: Já, mamma mín.
Valería: Komdu að dansa, stelpan mín.
Ég: Já, mamma mín.
Og svo dönsuðum við mæðgurnar eins og brjálæðingar.
vá hvað þetta er ótrúlega súrt...og afskablega fyndið hehehe!!!
SvaraEyða