Lögmál Murphys er mjög almennt lögmál sem segir að ef að nokkur möguleiki sé til staðar á því að eitthvað fari illa, þá muni það fara illa
Lögmálið mitt er mun nákvæmara:
Ef þú velur þér skáp í World Class Laugum á háannatíma við hliðina á öðrum skápi í notkun, mun andlit þitt lenda í metra fjarlægð frá kviknöktum afturenda, á næstu fimm mínútum, hvort sem þér líkar það betur eða verr.Hér eru valdarnir að þessari kenningu:
1. Alltaf þegar ég notast við skáp við hliðina á öðrum skáp í notkun kemur viðkomandi notandi á meðan ég er að klæða mig í íþróttafötin og beygir sig og teygir við hliðina á mér. Sértu á milli tveggja skápa í notkun munu tveir naktir aðilar koma á meðan þú klæðir þig. Þeir eru aldrei að flýta sér í föt.
2. Enginn virðist vera með ca 500 metra radíus í personal space (ísl.: einkapláss) lágmark eins og ég sem hækkar upp í 2,5 km radíus þegar nekt á í hlut.
3. Enginn virðist hafa tíma til að hugsa út í svona tilgangslausa og óþarfa hluti eins og ég.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.