Nýlega rakst ég á þennan spurningalista sem grínistinn Louis CK var beðinn um að fylla út. Af hverju hann? Er hann merkilegri en ég?
Svar: Já. En ég ætla samt að svara listanum líka. Aðallega þó vegna þess að ég er veikur, enn eina ferðina og hef ekkert að skrifa um.
Hver er þín hugmynd að fullkominni hamingju?
Að lesa frétt um að tölvan sem geymir upplýsingarnar um stúdentalán mín hafi dottið niður stiga og hálsbrotnað.
Hvað er þinn mesti ótti?
Að missa einhvern nákominn og að bíllinn minn bili.
Hvaða lifandi manneskju dáirðu mest?
Enga sérstaka. Ef ég yrði að velja myndi ég segja Barbapabbi og Barbamamma. Að vera foreldrar svona margra krakka án þess að missa vitið er örugglega erfitt.
Hvaða eiginleika þinn fyrirlíturðu mest?
Ég naga neglur. En þó bara mínar neglur. Ennþá.
Hvað finnst þér ofmetnastasta dyggðin?
Ákveðni. Af því ég er það ekki.
Hvað líkar þér verst við útlit þitt?
Gleraugun mín. Og sokkarnir sem ég er í passa illa við leðursamfestinginn sem ég er í.
Hvað eða hver er ást lífs þíns?
Microsoft Excel 2010.
Hvenær og hvar varstu hamingjusamastur?
Ég man ekki hvenær það var en ég lá örugglega í grasi.
Hvaða hæfileika værirðu mest til í að búa yfir?
Óraunhæfur: Að þurfa ekki að sofa. En geta það samt.
Raunhæfur: Að vera mjög góður í að drekka kaffi. Í dag kann ég það ekki.
Í hvernig skapi ertu?
Ég er yfirleitt í sama skapinu. Sem er nokkuð gott skap.
Ef þú gætir breytt einhverju einu við þig, hvað yrði það?
Meiri metnað í fatavali.
Ef þú gætir breytt einu við fjölskyldu þína, hvað yrði það?
Að hún byggi nær mér.
Hvað telurðu vera þitt mesta afrek?
Fyrir utan að hafa verið í öðru sæti í bringusundi í mínum riðli á fámennu sundmóti í Bjarnarfirði 1989? Sennilega að ég gaf út bók fyrir nokkrum árum.
Ef þú gætir valið hvað þú kæmir aftur sem, hvað yrði fyrir valinu?
Hundur. Þeir eru yfirleitt frekar hressir.
Hvað telurðu vera þína lægstu stund eymdar?
Þegar ég vaknaði nær dauða en lífi eftir áfengisdauða á miðjum Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum eftir, að ég held, dansiball.
Hvaða eiginleika líkar þér best við í karlmönnum?
Hlédrægni.
Hvaða eiginleika líkar þér best við í konum?
Hlédrægni.
Hvað kanntu mest að meta í fari vina þinna?
Liðleiki (í samskiptum!).
Hverjir eru þínir uppáhalds rithöfundar?
Ég á mér enga.
Hver er þín uppáhalds hetja í skáldsögum?
Dexter Morgan.
Hverjar eru hetjur þínar í raunveruleikanum?
He-Man auðvitað.
Hvað mislíkar þér mest?
Tillitsleysi og tilætlunarsemi. Og hundaskítur.
Hvernig myndirðu vilja deyja?
Hver segir að mig langi að deyja? Ok fínt. Í svefni, takk.
Hvert er slagorð/mottó þitt?
„Nei, takk.“
Hahahaha, frábær listi og svörin enn betri.:)
SvaraEyðaKolla: Takk. Hvernig væri nú að þú svaraðir þessum lista?
SvaraEyða