Í jólafríinu tók ég upp á allskonar nýungum, sem hingað til hefði ég aldrei látið mér detta í hug að gera, eins og:
- Að horfa á Mamma Mia, dansandi og syngjandi með.
- Að dansa um í fáránlegri samsetningu fata með hárspennu í hárinu, án nokkurrar tónlistar.
- Flýja undan risaeðlum, krókódílum og Mikka Ref sem ætluðu að kítla mig.
- Láta inniskónna mína tala, eins og þeir væru kettir.
- Syngja hástöfum allskonar lög, án undirspils og í kringum allskonar fólk, án þess að skammast mín fyrir afskaplega takmarkaða sönghæfileika.
Hver er ástæðan? Hér eru nokkrir möguleikar:
- Ég hef hafið eiturlyfjaneyslu og það gengur nokkuð vel.
- Ég missti vitið á því að vera bílveikur á leiðinni austur.
- Ég var að uppfylla áramótaheiti frá árinu áður.
- Ég er orðinn það ríkur að mér er sama um álit annarra og geri það sem ég vil, þegar ég vil.
- Ég var að leika við Valeríu Dögg, rúmlega 2ja ára bróðurdóttir mína.
Rétt svar: 5. Og smá 1.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.