Eitt af ca 25 áramótaheitum mínum þetta árið er að skrifa oftar á þessa síðu. Áramótaheiti mitt í fyrra var að strengja áramótaheiti þetta ár um að blogga oftar, svo ég náði að uppfylla það rétt í tæka tíð áður en árinu lauk.
Hér eru sex stærstu áramótaheitin þetta árið:
1. Að koma íbúðinni sem ég bý í í gestvænlegt horf.
Til dæmis að kaupa mér nýtt rúm, setja upp myndir, lýsa stofuna betur upp og jafnvel brjóta saman eins og ein föt saman og setja í skáp, helst fleiri.
Líkur: 95%.
2. Borða hollara.
Reyna að drekka ekki gos með hverri máltíð og borða Risahraun í hvern eftirrétt. Hljómar auðvelt. En er það ekki. Sérstaklega ekki í miðjum nammitremma.
Líkur: 1,3%.
3. Fara á amk eitt fyllerí á árinu.
Í fyrra drakk ég samtals einn bjór. Ég vil gjarnan auka áfengisneysluna um amk 10.000%.
Líkur: 35%.
4. Sofa minna á daginn og meira á nóttunni.
Ég nálgast óðfluga að sofa lengur á daginn við að leggja mig en við nætursvefn fyrir vinnu. Það verður að breytast áður en illa fer.
Líkur: 50%.
5. Skrifa meira.
Ég hef aldrei verið minna virkur í skrifum en á síðasta ári. Ég þarf að snúa þessari þróun við. Jafnvel gera eitthvað nýtt í þeim efnum.
Líkur: 75%.
6. Losa mig við Peugeot draslið mitt áður en hann gerir mig gjaldþrota.
Þetta hef ég sagt í næstum 7 ár.
Líkur: 0,37%
Einn bjór já en hvað drakkstu mikinn Bailys og Mojitos?
SvaraEyðaÉg drakk reyndar umtalsvert magn af áfengislausum vodka.
SvaraEyða