sunnudagur, 9. desember 2012

Flensutölfræði

Í dag er runninn upp flensudagur minn númer tólf. Á þeim tíma hef ég misst af eða tapað:

  • Fimm körfuboltaæfingum.
  • Sex ræktarferðum.
  • Fjórum bíóferðum.
  • Tveimur matarboðum.
  • Þremur fullum vinnudögum.
  • Fimm vinnudögum á fullum afköstum.
  • Fjórtán rúllum af snýtipappír.
Og nú þessum sunnudegi, þar sem ég var að vakna um klukkan 18 eftir að hafa hóstað alla nóttina.

En ég hef líka grætt á þessari flensu:
  • Tvö kíló af fitu.
  • 75 kg af andlegri fitu.
  • Hálfan tank af bensíni sem annars hefði verið notaður í að gera eitthvað.
Svo ég kem út á sléttu eftir þessa flensu, þeas ef hún endar einhverntíman.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.