mánudagur, 5. nóvember 2012

Peugeot pirringur

Það hefur ýmislegt komið fyrir bíl minn, Peugeot 206 árgerð 2000, síðan ég keypti hann fyrir sex árum. Flest af því hefur farið í taugarnar á mér. Um helgina gerði hann svo eitthvað sem slær öll met í að vera óþolandi.

Hér er listi yfir fimm mest pirrandi hluti sem hann hefur gert

5. Skildi skó eftir á þakinu.
Eftir körfuboltaæfingu á Álftanesi geymdi ég körfuboltaskónna á þaki bílsins á meðan ég ruslaði mér inn í hann og keyrði af stað. Ég var hálfnaður til Reykjavíkur þegar ég áttaði mig á mistökunum. Sem betur fer elti Gutti körfuboltagarpur mig og hirti upp skónna.

Tæknilega ekki bílnum að kenna. En samt. Helvítis Peugeot.

4. Rafmagnsleysi veldur því að ég komst ekki í rækt.
Bíllinn var rafmagnslaus um daginn þegar ég ætlaði í ræktina. Að vísu hefur þessi rafgeymir enst mun lengur en líftími rafgeyma er alla jafna. En samt.

3. Lásinn á bílstjórahurðinni datt af og önnur afturhurðin hætti að opnast.
Sirka ári eftir að bakkað var á mig og gert var við beygluna hætti önnur áklesst hurðin að opnast og lás hinnar datt af. Ég hef ekki læst bílnum mínum núna í um þrjú ár.

2. Eitthvað í vélinni hrundi.
Eitthvað rándýrt hrundi í vélinni (sem ég man alls ekki hvað kallast) tvisvar á sama ári. Ekki bara kostaði viðgerðin um 1000% af mínum fjármunum og tók nokkrar vikur heldur varð ég að taka strætó í mánuð það árið, til að komast ferða minna. Hryllingurinn.

1. Rúðuþurrkur skakkar.
Um helgina tók bíllinn upp á því að stoppa alltaf rúðuþurrkurnar í ca 30° hæð (í stað 0° venjulega). Ekkert gæti mögulega farið meira í taugarnar á mér. Ég togaði þær í 0° en en alltaf þegar ég set þær af stað aftur stoppa þær í sömu 30°. Helvítis Peugeot.

3 ummæli:

  1. Ég er með hugmynd... Fáðu þér nýjan bíl!

    SvaraEyða
  2. Þú hlýtur að hafa verið fjöldamorðingi i fyrra lífi. Það á enginn maður skilið að eiga svona bíl.
    -BB

    SvaraEyða
  3. Hvað með hjól? Treck helv fínt hefur bara bilað einu sinni á síðastliðnum 16 mán ... just saying

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.