fimmtudagur, 11. október 2012

Skegggraf

Í dag er vika síðan ég rakaði á mér andlitið síðast (skeggið nánar tiltekið (ekki augabrúnirnar)).

Þá lít ég á grafið mitt og sé að ég er kominn yfir mörkin að vera ruglað saman við róna og að mér líður hræðilega með útlit mitt.

Það verður spennandi að vita hvort ég komist út úr rónamörkunum áður en ég raka mig eða hvort ég gangi alla leið og safni alskeggi í fyrsta sinn. Til þess þarf ég að safna í amk mánuð og geng blint í sjóinn með útlitslega líðan mína þar sem grafið sýnir aðeins fyrstu 14 daga eftir rakstur. Tilraunir hafa ekki verið framkvæmdar með lengra tímabil, ennþá.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.