föstudagur, 14. september 2012

Föstudagssjálfsvitalið

Í dag rakst ég á viðtal í blaðinu Lífið sem fylgir Fréttablaðinu á föstudögum. Þetta viðtal hefur aldrei verið tekið við mig, merkilegt nokk, svo ég tek það sjálfur og birti hér:

Ný markmið sett fyrir veturinn.
Á haustin er gott að endurskoða markmið sín þegar kemur að heilsu og hreyfingu. Sirrý Arnardóttir og Krstrún Ösp Barkardóttir sögðu Lífinu frá sínum markmiðum Finnur Torfi Gunnarsson sagði engum frá sínum markmiðum.


Hefurðu alltaf stundað reglulega hreyfingu?
Já. Þegar ég var krakkafífl spilaði ég fótbolta daglega. Þegar ég varð unglingur spilaði ég körfubolta eins og ég gat. Eftir að ég komst á fullorðinsaldur hef ég haldið áfram í körfubolta en einnig hafið skokk, leðuriðju og lyftingar.

Hvaða hreyfingu ætlar þú að stunda í vetur?
Körfubolta með Þristinum og Álftanesi, brennsla og lyftingar í ræktinni ásamt dass af útihlaupi ef veður leyfir. Smá séns að ég spili bandí líka. Og svo passa ég vonandi Valeríu Dögg, bróðurdóttir mína, sem oftast. Það er eins og crossfit.

Ertu búin[n] að setja þér einhver ný markmið?
Já, að meiðast ekki og að verða ekki feitur.

Borðar þú reglulega yfir daginn?
Já:
Fyrsta máltíð kl 12:30
Næsta máltíð kl 15:30
Létt snarl klukkan 18:30
Kvöldmatur klukkan 23:30
Nammiát frameftir nóttu.

Ætlarðu að tileinka þér eitthvað nýtt í eldamennskunni á næstunni?
Helst ekki.

Hvaða vítamín tekur þú daglega?
Ekkert utan matar (og nammis).

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.