mánudagur, 6. ágúst 2012

Bjórlán

Nýlega lánaði ég bróðir mínum fimm bjóra, sem hann gaf svo tengdaforeldrum sínum sem voru í heimsókn. Átta dögum síðar skilaði hann mér sex bjórum til baka. Ég reyndi að skila honum aukabjórnum en hann vék sér fimlega undan.

Ég ávaxtaði semsagt fimm bjóra um einn, sem gerir 20 prósent vöxt lánsins á átta dögum. Það gera 913% ávöxtun á ári, þeas ef hann hefði skilað mér bjórnum ári síðar hefði hann greitt mér 50,6 bjóra.

Þetta eru hærri vextir en hjá smálánafyrirtækjunum. Eini munurinn er að ég vildi ekki ávöxtunina og smálánafyrirtækin þjösnast á fjárhagslega vangefnu fólki.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.