Í kvöld reyndi ég að fara í bíó á myndina Ted með vini mínum. Þegar þangað var komið sá ég að meirihluti miðakaupenda voru unglingar með alltof stórar derhúfur. Því stærri sem derhúfan er, því meiri drullusokkur er eigandi hennar, lærði ég einhversstaðar (sennilega af reynslunni), svo við hættum snarlega við bíóferðina og fórum í pool í staðinn.
Þegar í pool salinn var komið byrjaði ég að svitna eins og ég væri staddur í ræktinni. Ég reyndi að útskýra fyrir líkama mínum á rólegan og yfirvegaðan máta að ég væri að spila pool, en ekki að púla. Það gekk ekki og eftir hávaða rifrildi við hann gekk ég út og skellti á eftir mér. Líkaminn kom skömmu síðar skömmustulegur.
Semsagt: Ted sýningin var troðfull af drullusokkum og ég svitnaði við að spila pool. Náðuð þið því? Gott!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.